#KLUBBURINNGEYSIR

Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.

Brú til betra lífs

Virðing - Víðsýni - Vinátta

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.

Þetta gerum við með því að:

  • Vera öruggur samastaður
  • Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
  • Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
  • Veita stuðning í námi og atvinnuleit
  • Bjóða tímabundin atvinnutækifæri

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.

Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir

  • Fréttir og félagsleg dagskrá
  • Félagsleg dagskrá
  • Fréttir
  • Uncategorized
Fréttir

Fyrirlestur um Meðvirki og mannleg samskipti

Fyrirlsetur um meðvirkni og mannleg samskipti Ingrid Kuhlman frá Þekkngarmiðlun heimsótti Klúbbinn Geysi í gær og hélt áhugaverðan fyrirlestur um meðvirkni og samkiptahætti fólks undir ...
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Borgarsögusafnið

Við leggjum leið okkar í Borgarsögusafnið á fimmtudaginn 2. maí næstkomandi, á Landnámssýninguna með leiðsögn og í fylgd hennar Sabelu okkar.
Lesa meira
Fréttir

Lokað 1. maí

1. maí er að sjálfsögðu Verkalýðsdagurinn okkar og að því gefnu verður Klúbburinn lokaður þennan dag. Hlökkum til að sjá ykkur strax aftur 2. maí!
Lesa meira
Fréttir

Ráðstefna í Stokkhólmi 2024

Kristinn og Ásta fóru á Ráðstefnu í Stokkhólmi 29. janúar til 1. febrúar á þessu ári. Hérna segja þau frá reynslu og upplifun sinni af ...
Lesa meira
Fréttir

Ingrid Kuhlman

Ingrid Kuhlman kemur til okkar 29. apríl og heldur fyrirlestur um samskipti og meðvirkni. Fyrirlesturinn hefst klukkan 14:00.
Lesa meira
Fréttir

Húsfundarstiklur 2. þáttur

Þátturinn Húsfundarstiklur er nú á dagskrá alla mánudaga í Hlaðvarpi Geysis. Benni og Fannar lesa upp stiklur úr stl. tveimur húsfundum sem og matseðil næstu ...
Lesa meira

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Góðan daginn í dag ætlum við að fá okkur grænmetissúpu í hádeginu ,svo er auðvitað unnið í öllum deildum. ... Sjá fleiriSjá færri

Góðan daginn í dag ætlum við að fá okkur grænmetissúpu í hádeginu ,svo er auðvitað unnið í öllum deildum.

Crystal House members will be transported in style in their brand new ride. ... Sjá fleiriSjá færri

Sjá fleiri

Geysir er vottað klúbbhús

Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

Scroll to Top