Saga klúbbsins

Saga Klúbbhúsahreyfingarinnar

Upphaf Klúbbhúsanna

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

 

CI – Alþjóðasamtök Klúbbhúsa

Árið 1994 var alþjóðleg miðstöð fyrir klúbbhúsin stofnuð. Markmiðið var að samræma klúbbhúsin, efla vöxt þeirra og gæði starfseminnar.  Í dag eru um 330 klúbbar starfandi í 33 löndum og félagar um 100.000.  Árið 2014 voru 78 klúbbhús starfrækt í Evrópu og eru norðurlandaþjóðirnar öflugar í starfi klúbbhúsa innan Evrópu.   Nýlega tók til starfa fyrsta klúbbhúsið í Færeyjum og hefur Klúbburinn Geysir mikinn áhuga á eiga gott samstarf við frændur okkar þar.

 

Klúbburinn Geysir

Ægisgata

Frá Ægisgötunni

Undirbúningur að stofnun Geysis hófst árið 1997 og var klúbburinn formlega stofnaður haustið 1999. Starfseminn hófst í tveimur litlum herbergjum að Hátúni 10 og fljótlega myndaðist kjarni 10-15 félaga. Í janúar árið 2000 bauðst klúbbnum 200 fermetra húsnæði að Ægisgötu 7 og var það leigt af Reykjavíkurborg. Í október árið 2001 stóð Kiwanishreyfingin fyrir landssöfnun í þágu geðsjúkra og fékk Geysir 10 milljónir í sinn hlut, það gerði klúbbnum kleift að kaupa húsnæði undir starfsemina að Skipholti 29 í félagi við Hússjóð Öryrkjabandalags Íslands. Um áramótin 2016-2017 voru 429 skráðir félagar í klúbbnum.