Starfsemi

Hvernig starfar Klúbburinn Geysir?

Frá fundi í Eldhús- og viðhaldsdeild

Frá fundi í eldhús- og viðhaldsdeild

Félagar vinna samkvæmt skipulögðum vinnudegi í deildunum tveimur: Skrifstofu-, atvinnu- og menntadeild og eldhús- og viðhaldsdeild. Félagar og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á rekstrinum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi. Félagar ákveða í hvaða deildum þeir vinna og á hvaða tímum. Öll vinna félaga í klúbbnum er unnin í sjálfboðavinnu. Öll starfsemin er eingöngu í þágu klúbbsins, til að stækka hann og efla.

Farið er í heimsóknir til félaga, bæði á spítala og í heimahús ef þess er óskað. Starfsmenn og félagar aðstoða einnig aðra félaga við ýmis viðvik, svo sem í samskiptum við félagsmálayfirvöld, Tryggingastofnun, lífeyrissjóði og margt fleira.