Sumar í hámarki
Nú eru komin mánaðamót með frekar hægri inngöngu sumarsins, eða þannig. Grace, Óli og Tóta koma heim í dag frá Osló eftir stranga þjálfun og markmiðsáætlun fyrir klúbbinn að vinna eftir á þessu ári. Helena kemur úr fríi eftir helgi og Benni fer í frí. Stemningin annars góð og léttur bragur yfir fólki. Í dag föstudaginn 30. júní er ætlunin að grilla hamborgara þrátt fyrir sólarleysi, en látum það í léttu rúmi liggja; grillum úti og snæðum inni með sól í sinni.