Tóta Ósk metin og jólafata- „peysu“ þema á morgun
Nú hafa allir starfsmenn verið metnir af félögum, nema Tóta Ósk sem er í mati þessa vikuna. Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og félagar verið mjög virkir í þátttöku. Það ber að þakka og virða. Við hvetjum félaga til að mæta og meta Tótu. Minnum svo á jólafatapeysudaginn á morgun miðvikudag 13. desember og kakó á húsfundinum. Setjum svip á aðventuna, tökum þátt og verum með.
Mætum og Tótu metum
þá mjög hún verður hress.
Glætt þá starfið getum
glaðleg og ekkert stress.