Um Geysi

Klúbburinn Geysir er sjálfseignarstofnun með sérstakri stjórn. Meginhluti rekstrarfjár klúbbsins kemur frá Vinnumálastofnun sem tilheyrir Velferðarráðuneytinu. Einnig er reksturinn fjármagnaður af Reykjavíkurborg, frjálsum framlögum og styrkjum fyrirtækja og sjóða. Að auki er leitað styrkja vegna sérverkefna.

kort2

Smellið á myndina til að fara inn á Google maps

Klúbburinn starfar eftir hugmyndafræði Fountain House og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Er það gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi fyrir félaga klúbbsins með fjölbreyttum verkefnum sem öll miðast að rekstri klúbbsins sjálfs.  Félagarnir fá einnig aðstoð við húsnæðis- og atvinnuleit, stuðning vegna náms auk þess sem boðið er upp á félagslega dagskrá eftir vinnu dagsins alla fimmtudaga og einn laugardag í mánuði.
það fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í klúbbnum.

SAM_2270