Útgáfa

SAM_2242

Litli-Hver

Blaðið Litli-Hver hefur komið út frá árinu 2002 og er það gefið út mánaðarlega. Blaðið flytur fréttir og upplýsingar um starfsemi klúbbsins. Litli-Hver er sendur til allra félaga, rafrænt eða í pósti, stjórnar klúbbsins, geðdeilda LSH, styrktaraðila og ýmissa aðila í heilbrigðiskerfinu.

Bæklingar

Gefnir eru út bæklingar sem heita: Með þér í námi, Með þér í vinnu og Með þér út í lífið. Þetta eru kynningabæklingar um starfsemi Klúbbsins Geysis þar sem hægt er að átta sig á hvað klúbburinn hefur upp á að bjóða. Þessum bæklingum er t.d. úthlutað þegar fólk kemur í kynningu á klúbbnum og einnig er þeim m.a. dreift í móttökur og deildir spítala, heilsugæslustöðvar og félagsþjónustur.

Hádegsfréttir

Útgáfa Hádegisfrétta hófst í janúar 2004 og er mjög góð viðbót í þeirri viðleitni að hafa allar upplýsingar um starfsemi klúbbsins aðgengilegar og sýnilegar. Í Hádegisfréttum eru meðal annars tilkynningar og auglýsingar fyrir daginn. Þess er líka getið hverjir eiga afmæli, ljósmyndir úr starfinu birtar auk spakmæla og gamanmála.

Skjáfréttir

Klúbburinn fékk nýlega gefins sjónvörp sem nýst hafa vel sem fréttamiðill innan klúbbsins.  Þar birtast daglega skjáfréttir sem unnar eru af félögum.  Auk hefðbundinna tilkynninga og auglýsinga hafa skjáfréttir nýst mjög vel til að birta gamlar myndir sem klúbburinn á mikið af.

Geysir Chronicle

Árlega er gefið út fréttarit á enskurituðu máli sem er sent í önnur klúbbhús víðsvegar um heiminn.