Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október verður haldinn í Geysi.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn í ár er helgaður geðheilbrigði ungs fólks og þeim hraðfara breytingum sem eiga sér stað í heiminum.
Dagskrá 10. október hjá Klúbbnum Geysi verður ágætlega fjölbreytt. Ætlunin er að halda uppi vinnumiðuðum degi en brjóta hann svolítið upp. Þannig verður Opið hús og allir velkomnir sem vilja kynna sér starf klúbbsins.
Systkinin Móeiður og Kristinn Júníusbörn ætla að kíkja við og flytja tónlistaratriði. Einnig mun spænski sjálfboðaliðinn okkar Cristina kynna hugmynd að tónlistarnámskeiði sem félagar eru hvattir til þess að kynna sér.
Minnum á að húsfundur verður þennan dag, en verður þó í styttra lagi og að sjálfsögðu verður heitt á könnuni og eitthvað með því.