Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið laugardaginn 18 ágúst næstkomandi. Klúbburinn Geysir er eitt af fjölmörgum félögum sem hægt er að hlaupa fyrir. Hægt er að heita á þá einstaklinga sem hlaupa fyrir okkur. Viljum við því benda öllum á að fara inn á http://www.hlaupastyrkur.is/ smella þar á “Heita á hlaupara” og veldu “Styrktarfélag Klúbbsins Geysis” sem félag og heita á þá sem eru skráðir þar að séu að hlaupa fyrir Geysi. Munum öll – Margt smátt gerir eitt stórt. Félagar sem ekki ætla að hlaupa eru hvattir til að mæta og hvetja þá sem hlaupa fyrir Geysi.