Gleðilegt sumar
Klúbburinn Geysir óskar félögum sínum og velgjörðarfólki gleðilegs sumars með von um betri tíð á komandi vikum. Það hefur mikið mætt á félögum frá því að helför Covid -19 tók að skjóta samfélögum þessa heims skelk í bringu. Þess vegna er aldrei of oft minnt á samstöðuna og jákvæðnina sem bestu vörnina í baráttunni við að hefta útbreiðslu og smit af völdum veirunnar. Saman erum við sterk. Myndina tók Helgi Halldórsson félagi í Geysi. Þótt fáir séu á ferli þá er regnboginn gleðigjafi og samheldnistákn allra sem eru jaðarsettir í samfélaginu. Til hamingju með sumardaginn fyrsta enn og aftur. Eigendum veggjarins á myndinni þökkum við kærlega fyrir að fá að setja upp auglýsinguna og vekja athygli á lífsbjargarstarfi Klúbbsins Geysis.