Á döfinni

Félagsleg dagskrá alla fimmtudaga:

SAM_0904

Föngulegur hópur á kaffihúsi

Alla fimmtudaga er boðið upp á félagslega dagskrá að
vinnudegi loknum. Síðasta fimmudag mánaðar er ávallt
opið hús og er þá opið samfellt til kl 19:00. Aðra
fimmtudaga er t.d. farið í gönguferðir, bíó, leikhús, keilu,
kaffihús og margt annað.

Laugardagsopnun
Einn laugardag í mánuði er opið hús frá kl. 11.00 —
15.00. Nánar tilkynnt í fréttabréfi Klúbbsins hvaða
laugardaga er opið í hverjum mánuði.

Ferðalög:
Árlega er farin sumarferð í byrjun eða lok sumars og
hefur meðal annars verið farið til Sauðárkróks,
Grenivíkur, Vestmannaeyja,
Akureyrar, London, Benidorm
og í Suðursveit.