Akranesferð 16. febrúar
Lagt verður af stað kl kl 12:30 frá mjóddinni með strætóleið 57. Verðið er 2 miðar hvora leið. Fyrir öryrkja er verðið 2×235 kr og fyrir almenna farþega 2×470 kr. Ef fólk á strætókort þarf einungis að greiða 1 miða s.s 235 kr eða 470 kr.
Farið verður að Akranesvita og það verður komið við á einhverjum góðum stað og fengið sér eitthvað gott að snæða. Búið er að opna fyrir skráningu í ferðina. Það er hægt að skrá sig á skráningarblað í klúbbnum eða einfaldlega hringja og láta skrá sig þannig.