Álfabrenna við Ægisíðu
Nú styttist í álfagjörninginn í Vesturbænum. Minnum á að þeir sem vilja koma á álfabrennuna föstudaginn 9. janúar eru hvattir til að skrá sig fyrir kl. 15.00 í Geysi. Forynjuganga mun verða frá KR-vellinum kl. 18.00. Þeir sem vilja taka þátt í göngunni eru frjálsir að því, hinir geta mætt kl. 18.30 við brennuna á Ægisíðu. Kveðjum jólin þó að seint sé með álfasöng og forynjuhávaða.

Forynjur úr Vestmannaeyjum, Eyjamenn eru annálaðir fjörálfar á þrettándanum. Myndin er fengin frá Eyjafréttum.