Allir á góðum víbringi inn í helgina
Enn á ný er komin helgi, og ótrúlegt hversu hratt dagarnir líða nú. Við vorum með fyrsta fundinn í dag til þess að leggja drög og undirbúa Geysisdaginn sem verður laugardaginn 11. júní á þessu ári. Mikil og fjörug umræða var á fundinum og margar frábærar hugmyndir lagðar fram til þess að gera daginn að miklu og góðu fjölskyldu karnivali. En eins og alltaf vinna margar hendur létt verk. Næsti Geysisdagsfundur verður eftir páska, eða fimmtudaginn 31. mars kl. 11.15 Mætum svo með fleiri hugmyndir og hrindum í framkvæmd.
Minnum svo á framkvæmdaáætlunarfundinn sem verður á mánudaginn 21. mars kl. 14.00