Alltaf fjölbreytt dagskrá í Geysi
Framundan í Geysi þessa vikuna er fjölbreyt dagskrá að vanda, Okkar kæra vinkona og vildarvinur Ingrid Kulhman ætlar að flytja fyrirlestur um hið alþjóðlega efni: Að koma fram af sjálfsöryggi. Skorum á félaga nær og fjær að koma sér í öryggisgírinn fyrir sumarið. Á fimmtudag er svo farið í kvikmyndahús og Geysidagsfundur verður haldinn á fimmtudaginn. Og rúsínan í hinum margverðlaunaða pylsuenda verður á Opnu húsi laugardaginn 16. apríl, en þá verður okkar kæra Carmen komin aftur til starfa og heldur utanum ítalska stemmingu. Svo er kominn dálítill vorfiðringur í mannskapinn og grænir fingur og umhverfismjúk hugsun í fyrirrúmi.

Spáð og spekúlerarð í útfærslu vorverka.