Alþjóðlegt samstarf

Klúbburinn Geysir hefur gott samstarf við önnur klúbbhús víðsvegar um heiminn, sem vinna eftir sömu hugmyndafræði Fountain House. Haldnar eru Evrópuráðstefnur og heimsráðstefnur annað hvert ár þar sem farið er yfir ýmis málefni sem varða störf og áherslur innan samtakanna. Við reynum eftir fremsta megni að senda fulltrúa frá Geysi á þessar ráðstefnur til að koma okkar skoðunum á framfæri varðandi málefni klúbbhúsanna. Einnig öðlumst við þekkingu á því hvað önnur klúbbhús eru að gera og margt af því er hægt að nýta til að efla Klúbbinn Geysi.  Í dag eru um 320 klúbbhús í 33 löndum.

12. Evrópuráðstefna klúbbhúsa 2012

Radstefna-2013

Frá Evrópuráðstefnunni

 Klúbburinn Geysir sóttist eftir því að halda Evrópuráðstefnu Klúbbhúsa árið 2012. Það voru mikil ánægju tíðindi þegar að Klúbburinn Geysir varð fyrir valinu og ljóst var að tólfta Evrópuráðstefna Klúbbhúsa yrði haldin í Reykjavík. Alls komu þátttakendur frá 28 klúbbhúsum í 13 löndum og 4 samtökum klúbbhúsa í Evrópu og Bandaríkjunum. Heildarfjöldi erlendra ráðstefnugesta var 121 og 11 félagar frá Klúbbnum Geysi. Auk þess komu að ráðstefnunni 15 félagar og starfsmenn sem unnu á upplýsingaborði, sáu um kynningar og akstur milli klúbbsins og hótels. Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari Klúbbsins Geysis var sérstakur heiðursgestur við opnun ráðstefnunnar.

Frá upphafi var ljóst að það yrði mikið verkefni að halda ráðstefnu af þessu tagi. Mikil áhersla var lögð á  það, að dreifa álaginu yfir þann tíma sem var til ráðstöfunar og undirbúa allt vel í tíma. Verkefnum var skipt í flokka og skipaðir starfshópar fyrir hvern þátt. Klúbburinn réð umræðuefnum í málstofum og pallborði, og hverjir væru frummælendur. Mikil vinna fór í að skipuleggja dagskrána og hafa upp á frummælendum og þátttakendum í málstofum.

Á fundum var rætt um alla þætti kostnaðarliða og í framhaldi af því gerð kostnaðaráætlun.  Samið var við hótel um að hýsa ráðstefnuna og við aðra aðila td. varðandi ferðir til og frá flugvelli osfr. Ákveðið var að halda ráðstefnuna daganna 28. apríl – 1. maí.

Félagar og starfsmenn Geysis tóku mjög mikinn þátt í umræðum, bæði sem frummælendur og stjórnendur. Þá mönnuðu félagar í Geysi upplýsingaborð og sýndu áhugasömum húsakynni klúbbsins og kynntu þeim starfsemina.

Úttekt frá CI

Við sækjum um mat/úttekt á starfsemi klúbbsins til CI. Úttektin fer fram í þriggja daga heimsókn. Hver úttekt er gerð af einum starfsmanni og einum félaga frá CI deildinni um framvindu og þróun klúbbhúsa. Síðan fáum við skýrslu um þá þætti sem við getum bætt okkur í. Vottorð frá CI er aðeins gefið út til eins eða þriggja ára. Ákvörðunin er tekin í samræmi við hversu vel klúbbnum gengur að uppfylla alþjóðlegar viðmiðunarreglur Fountain House.

Starfsemi í Geysi 3. janúar 018

Klúbburinn Geysir er með vottun frá Clubhouse International til ársins 2016