Árbæjarsafn 11. ágúst
Félagslega dagskráin n.k. fimmtudag verður á Árbæjarsafni. Þar sem safnið lokar kl. 17.00 þá munum við leggja af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 14:50 eða hitta okkur á staðnum kl. 15:00. Þar verður tekið á móti okkur og munum við fá leiðsögn um safnið. Ég hlakka til að sjá sem flesta. Hægt er að skrá sig í Klúbbnum Geysi í ferðina og svo er líka hægt að hringja og láta skrá sig. Ég mun vonandi sjá sem flesta, það er alltaf gaman að koma á þetta safn og skoða gömlu húsin og svo eru alltaf nýjar sýningar.