ATH! 10. október.
Í dag, 10. október er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Við í Geysi ætlum að taka þátt. Við leggjum af stað frá Geysi klukkan 15:00 niður í Ráðhús. Enn eru félagar hvattir til að koma með, sýna sig og sjá aðra og vera með í að kynna Geysi.
Dagskrá:
Það verður mæting við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 15:30
Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson ávarpar gesti
Gengið frá Ráðhúsi í kringum Reykjavíkurtjörn.
Dagskrá í Tjarnarbíó hefst klukkan 16:15
Kynnir dagsins er Þorsteinn Guðmundsson leikari og skólastjóri Bataskólans
Frú Eliza Reid ávarpar samkomuna
Ari Eldjárn mætir á svæðið með uppistand
Ljóðalestur frá Hlutverkasetri
Soffía Björg Óðinsdóttir ásamt hljómsveit syngur lagið “Þeir vaka yfir þér”
Heilsuefling á vinnustað, átak Reykjavíkurborgar í heilsueflingu á starfsstöðum Reykjavíkur. Lóa Birna Birgisdóttir, verkefnastjóri heilsueflingar Reykjavíkurborgar flytur ávarpið.
Leikhópurinn Húmor í samvinnu við Hlutverkasetur flytur leiklistargjörning
Tónlistarmennirnir Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir flytja nokkur lög
Leikarar frá Smartílab sýna atriði úr leiksýningunni “Fyrirlestur um eitthvað fallegt”