Athugið! Klúbburinn Geysir opnar á ný!
Kæru félagar, klúbburinn mun opna á morgun, þriðjudaginn 27. október.
Við förum varlega af stað og verður opnunartíminn með breyttu sniði, eða frá frá 10-14.
Til þess að geta haft opið þurfum við ÖLL AÐ FARA VARLEGA og huga okkar persónulegu sóttvörnum.
Í húsinu er grímuskylda, við þvoum okkur um hendur, sprittum okkur og höldum tveggja metra fjarlægð í kringum aðra.
Athugið að ekki verður eldaður hádegismatur, en hægt verður að kaupa samlokur í eldhúsinu.