Í gær 23. ágúst var félagsleg dagskrá í Klúbbnum Geysi og var gengið um hinn fallega Hafnarfjarðarbæ sem var bæði ánægjulegt og fræðandi, svo endaði ferðin á kaffihúsi Súfistans eftir velheppnaða ferð. Ekki er annað hægt að segja en að þetta hafi heppnast vel, og fóru allir kátir og glaðir heim.