Berjamór í fyrramálið
Minnum á fyrirhugaða ferð í berjamó laugardaginn 16. september. Lagt af stað frá Geysi kl. 11.00. Stefnt er á Hólmsheiði og eitthvað inn á Nesjavallaleið. Þeir félagar sem hafa áhuga og geta skaffað bílfar fyrir bíllausa félaga, eru hvattir til að gefa sig fram við Jacky sem mun hafa umsjón með ferðinni. Nú fer hver að verða síðastur að komast í berjamó, svo drífa sig með. Gert ráð fyrir því að koma aftur í bæinn kl. 17.00. Góða skemmtun og góða ferð.

Leiðin upp á Geihálsafleggjarann. Þá blasir Hólmsheiðin við