Bleikt þema á föstudaginn
Föstudaginn 13. október næstkomandi er árveknidagur krabbameinsfélagsins. Af því tilefni verður Bleikt þema í landinu og Klúbburinn Geysir tekur þátt. Hvetjum við alla, bæði félaga og starfsmenn til að koma í einhverju bleiku og styðja bleika daginn.