Bogfimir amorar og venusínur
Nú ætla félagar að flykkjast í Bogfimisetrið fimmtudaginn 6. júní og skjóta geðveikum ástarörvum í mark. Mikill áhugi er fyrir þessari för og margir búnir að skrá sig. Nú er bara að fylla kvótann því örfá sæti eru enn laus. Skráning í Klúbbnum Geysi:
Tímaverð (með grunnkennslu og búnaði)
30 mínútur – 1.600 kr á mann
60 mínútur – 2.400 kr á mann
90 mínútur – 3.200 kr á mann
15% afsláttur fyrir börn (16 ára og yngri), ellilífeyrisþega og öryrkja.
Leggjum af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00