Bolla Bolla, komdu og sprengdu þig í grímubúning!
Mánudaginn 28. febrúar munum við halda upp á bollduaginn í Klúbbnum Geysi með bollukaffi klukkan 14.30 og munu bollur vera seldar í eldhúsinu á vægu verði. Komdu í rjómann!
Daginn eftir, á þriðjudaginn 1. mars munum við svo halda átinu áfram og gæða okkur á söltuðu kjöti og baunasúpu í hádeginu. Verðið er það sama og venjulega, 800 krónur, og félagar þurfa að skrá sig í mat fyrir klukkan 10.00 á þriðjudagsmorgun.
Á miðvikudeginum þann 2. mars ætlum við að sprella af okkur allt ofátið og hvetjum við félaga til þess að koma og skemmta sér og öðrum í grímubúningum.
Vertu memm!