Bóndadagur á morgun og fundur um framkvæmdaáætlun mánudaginn 25. janúar
Bóndadagur
Á morgun er fyrsti dagur í Þorra en honum fylgir bóndadagur með öllum þeim karllægu tiktúrum sem mögulega einum kvenmanni tekst að temja sínum karli. Það þykir körlum jafnan gott og viðhafa sína bóndasiði svo að athlægi verður. Í Geysi ætla kvenbelgirnir að útbúa þann morgunverð sem gerir karla hér alla óvíga til nokkurra þarfra verka. Það þykir körlum ekki síðra að liggja óvígir eftir meðferð hjá kvenmanni. Allir að mæta og njóta veitinganna.
Framkvæmdaáætlun á áætlun.
Mánudaginn 25. janúar verður haldinn fyrsti fundurinn um innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar sem unnið var að í þjálfuninni síðasliðið haust. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn sem hefst kl. 14.00. Verum glöð og tökum þátt.