Ekki eldað í Geysi en áfram opið
Frá og með deginum í dag 17. mars verður ekkert eldað í Klúbbnum Geysi, ekki verður heldur boðið upp á morgunmat til að minnka áhættu á COVID-19 smiti. Þetta er tímabundin ákvörðun og verður aflétt um leið og skilyrði gefast til. Við munum þó ennþá geta fengið okkur kaffi að viðhöfðum nauðsynlegum vörnum þvotta og sprittunar. Þeir félagar sem mæta geta þó haft með sér nesti og munu hafa aðgang að ískáp ef slíkt er nauöðsynlegt. Klúbburinn verður opinn áfram á meðan ekki koma til harðari aðgerðir af hálfu sóttvarnaryfirvald. Munum að þvo okkur vel um hendur, spritta, tveggja metra regluna um fjarlæð milli manna og fjölda í sameignilegu rými. Njótið daganna. Allar nánari upplýsingar í síma: 5515166 og tölvupósti: kgeysir@kgeysir.is