Breyttur opnunartími
Til að gæta fyllstu varúðar hefur verið ákveðið að breyta opnunartíma Klúbbsins Geysis og opið verður frá 10.00-15.00 alla virka daga. Í ljósi ástandsins verður eldhúsið ekki starfandi með hefðbundnum hætti í einhvern tíma. Hvorki verður boðið upp á morgunmat né eldaður hádegismatur. Félagar þurfa þó ekki að svelta hjá okkur og verða samlokur og pylsur seldar í eldhúsinu og hægt verður að kaupa kaffi og slikkerí í sjoppunni eins og vanalega.