Carmen kveður
Carmen Mannino okkar góði sjálfboðaliði sem starfað hefur með okkur í Klúbbnum Geysi síðastlið ár er nú að yfirgefa okkur í dag 12. ágúst. Það verður sjónarsviptir af þessari stúlku sem hefur fangað hugi bæði félaga og starfsfólks og veitt okkur innsýn í Sikileyska menningu og þanka, um leið og við höfum vonandi getað aukið henni víðsýni til hugar og handar byggt á fornum íslenskum gildum, en um leið sýnt henni hversu móttækileg við erum fyrir nýungum og nútímalegum þanka. Við hvetjum félaga til þess að koma í Geysi í dag föstudag 12. ágúst og kveðja Carmen, en kl. 14.00 verður dálítil formleg kveðjuveisla henni til heiðurs. Við þökkum Carmen fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi, en hún mun halda til Ítalíu og síðan til Portúgal í framhaldi af dvöl sinni á Íslandi. Minnum svo á að í kvöld 18.00 ætlum við að hittast á Nora Magazine og fá okkur að borða.

Kári í ítölsku landliðstreyjunni frá 2004 til að gleðja Carmen.