Covid söngur á pallinum og mikið að gera.
Það var opnað í morgun kl. 10.00 eins og mun verða enn um sinn. Á skipulagsfundi var rætt um hvernig til hefði tekist með mætingu og opnun síðustu viku. Var almenn ánægja með útfærslu opnunarinnar og opnunatíma og allir sammála um að fara gætilega til að byrja með. Mjög góð mæting hefur verið þessa daga og ljóst að félagar hafa saknað þess að komast ekki í klúbbinn sinn í covid-19 fárinu. Haldnir verða deildarfundir í byrjun hvers dags eftir léttan sameiginlegan morgunfund. Félagar eru hvattir til að mæta og efla sig á erfiðum tímum. Sú ágæta hugmynd kom fram í morgun að félagar myndu syngja á pallinum fyrir framan klúbbinn næstu daga kl. 13.00. Við byrjuðum á þessu í morgun og viljum halda því áfram. Hvetjum söngfugla klúbbsins og alla hina til að taka þátt.

Söngglaðir Geysisfélagar sungu Vísur Vatnsenda-Rósu í dag.