Dagsferð til Vestmannaeyja í april 2019
Verið er að undirbúa dagsferð til Vestmannaeyja einvern laugardag í apríl 2019. Ef nægilaga margir félagar reynast hafa áhuga (10+) verður væntanlega leigð smárúta (allt að 14 farþegar).
Í dag er áætlað að ný Vestmannaeyjarferja hefji siglingar þann 30. mars næstkomandi þannig að þegar ferðin verður farin ætti nýja ferjan að vera komin í gagnið.
Varðandi kostnað er eftirfarandi fyrirliggjandi: ferð til og frá Vestmannaeyjum með Herjólfi fyrir öryrkja kostar 2x 690 kr fyrir aðra kostar 2x 1380 kr.
Kostnaður við komast frá Reykajvík til Landeyjahafnar með Strætó BS fyrir öryrkja 2x 2350 kr. og fyrir aðra 2x 4700 kr..
Ef við leigjum smárútu verður kostnaður ca 3500 kr. per mann við ferðir frá Reykjavík til Landeyjahafnar og til baka.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega skrái sig á skráningareyðublað í Geysi.