Dagskrá heilsuviku í Geysi 6. júní til 10. júní
Eins og undanfarin ár hefur verið haldin heilsuvika í aðdraganda Geysisdagsins. Í ár verður engin breyting þar á og verður í boði ýmiskonar uppbrot á vinnmiðuðum degi þar sem lögð er áhersla heilnæman lífstíl sem þátt í því að efla lífsgæði og jákvæð viðhorf. En eins og margir vita er fyrsta skrefið oft erfitt í átt til betra lífs og hegðunarmynsturs, en dæmin sanna að átak á borð við heilsuvikuna hafa opnað nýjar og jákvæðari hugmyndir hjá fólki um hvað gæti fært því betri líðan, andlega og líkamlega. Við skorum á alla sem áhuga hafa á því að efla skilning sinn á leiðum til betri lífsgæða að kynna sér og mæta á þá fyrirlestra sem í boði verða í heilsuvikunni.
Dagskrá heilsuvikunnar 2016
Mánudagur 6. júní kl. 14.00 Ásgeir Þór Tómasson deildarstjóri Hótel– og matvælaskólans verður með fræðslu um kornbrauð og hollustu þeirra.
Þriðjudagur 7. júní kl. 10.00 til 13.00 Steindór Haraldsson verður gestakokkur í Geysi. Hann ætlar að galdra fram ásamt áhugasömum félögum hafréttahnossgæti.
Þriðjudagur 7. júní kl. 14.00 Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur fræðir áhugasama um hinar ýmsu lendur kynlífsins og tengsl geðsjúkdóma og kynlífs.
Miðvikudagur 8. júní kl. 10.30 Elín Oddný Sigurðardóttir félagsfræðingur heldur fyrirlestur um uppbyggjandi og árangursrík samskipti.
Fimmtudagur 9. júní kl. 14.00Doktor Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur Msc Phd og ritstjóri leiðir okkur um leyndardóma næringarfræðinnar.
Föstudagur 10. júní. Kl. 10.30 Kremena Zumbadansari kynnir okkur galdurinn við zumba sem byggir á taktföstum hreyfingum við taktfasta tónlist.
Auk þessarar dagskrár verður farið í göngur og leiki á Klambratúni og víðar alla dagana.
Mætum og gerum líf okkar bærilegra og léttara. Niður með úrtöluvolæðið!!!
Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar