Dregið úr starfsemi Geysis um sinn, frá og með fimmtudeginum 6. ágúst
Í ljósi nýrra upplýsinga um fjölgun smita og aukna smithættu í samfélaginu verður hætt að elda mat og reiða fram í eldhúsi klúbbsins um óákveðinn tíma. Þó verður hægt að panta samlokur og/eða aðra létta rétti. Auk þess verður opnunartími klúbbsins styttur á ný frá kl. 10.00 til klukkan 14.00 um óákveðinn tíma. Við vonum að þessi tilhögun vari sem skemmst og að hægt verði að hafa kúbbinn opinn með eðlilegum hætti sem fyrst. Vonum að félagar sýni þessu skilning og biðlund. Sínum ábyrgð þvoum hendur og sprittum, og virðum tveggja metra regluna.