Dregið úr starfsemi Klúbbsins Geysis vegna hertra sóttvarna.
Ekki lætur hún að sér hæða veiran coviðs. Í ljósi hertra reglna um sóttvarnir, sem tóku gildi frá og með miðnætti síðastliðnu og eiga að gilda til 15. apríl eru félagar hvattir til að halda sig heima við á meðan þetta ástand varir. Við ætlum að hafa opið frá 10.00 til 14.00 þennan tíma, en aldrei fleirri en 10 manns fá að vera í húsinu í einu. Aðeins verður unnið að verkefnum sem þola enga bið og haldið úti sambandi á samfélagsmiðlum við félaga. Ekki verður heldur eldaður hádegismatur á meðan þessar takmarkanir gilda.
Að sama skapi fellur niður öll félagsleg dagskrá á vegum klúbbsins, auk þess verður að fella niður fyrirhugaða páskaveislu laugardaginn 3. apríl. Fylgist með fréttum á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum.