Dregið úr fundum í Geysi en áfram opið
Klúbburinn Geysir mun verða opinn þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn, amk enn um sinn. Við höldum þær reglur og tilmæli sem berast frá sóttvarnaryfirvöldum, varðandi þrif, handþvott og sprittun, fjarlægð milli fólks og fjölda í rými. En í ljósi stöðunnar nú verður dregið úr öllum fundum og viðburðum sem eru á fastri dagskrá klúbbsins, þar er átt við húsfundi, dagskrá heisluræktarinnar og fleiri fundi. Einng mun dagskrá podkastsins raskast eitthvað. Minnum og á að engin félagsleg dagská er á vegum klúbbsins vegna þessa. Þrátt fyrir þessar takmarkanir verðum við til staðar fyrir félaga varðandi hvers kyns upplýsingar og varnir á þessum veirutímum.

Myndin er frá einum blaðamannafunda Almannavarna á RÚV