Enn helgi ný
Þá er enn einni vikunni að ljúka með tilheyrandi gleði og einum frídegi. Allt miðar því að góðri helgi, þó að spáin sé ekki öll til hlýinda, þá mun sólin ætla að skína að deginum til. Margt er á döfinni framundan í Geysi. Geysisdagurinn er í undirbúningi af fullum krafti, vottunarferlið er að fara af stað með tilheyrandi pælingum. Minnum á ferðafundinn á þiðjudaginn kl. 14.00 og frumsýningarpálínukaffið á fimmtudaginn kl. 15.00. Óskum félögum góðrar helgar tilbúnir í fjöruga dagskrá næstu viku.