Er ekki snóker og pool málið
Nú er komið að hinni langþráðu snókerferð. Eins og fyrirhugað hafði verið með einu einróma samþykki ætlum við að fara í snóker á morgun fimmtudaginn 7. apríl. Ferðinni er heitið á snóker- og poolstofuna Lágmúla 5. Lagt verður af stað kl. 16.00 frá Klúbbnum Geysi. Þeir sem vilja geta einnig hitt okkur upp í Lágmúla rúmlega 16.00. Allir sem kjuða geta valdið eru hvattir til að mæta.
Höfum það kósí, höfum það gaman
höfum það geggjað saman.
Á grænum kjuðanna grundum
grín skal með peyjum og sprundum.