Er kornið að fylla mælinn?
Hefur þig ekki alltaf langað að vita allt um korn og brauðmeti? Í dag klukkan 14.00 flytur Ásgeir Þór kornmeistari fyrirlestur í Geysi um korn og brauðrækt allt frá því að frummaðurinn settist að helgum steinum og hætti sínu hirðingjalífi og ráfi um slétturnar. Ásgeir er fordómalaus kornyrðingur og hagur á allt það verkfæri sem lýtur að kornsögu, kornrækt, kornhollustu og bakstri. Skorum á alla sem áhuga hafa á heilbrigðum lífsháttum að mæta á þennan fyrsta fyrirlestur heisluvikunnar sem nú er hafin í Klúbbnum Geysi. Fjölmennið félagar og takið með ykkur gesti.