Eru ekki allir að undirbúa afmælið?
Og svarið: Jú að sjálfsögðu. Afmælisgestir eru að pressa sparifötin, fara í lagningu, fótsnyrtingu, litun, skolun og plokkun, herma fréttir. Skemmikraftar í startholum, ræðumenn og lofgjörðarhópar samræma raddstyrkinn og tónlistarmenn æfa stíft. Takið daginn frá kæru félagar, vinir og vandamenn og allir þeir sem bera hag klúbbsins fyrir brjósti. Hard Rock rokkar og við skemmtum okkur vel saman og fögnum 20 ára afmæli Klúbbsins Geysis.

Kiðlingarnir æfa stíft þessa dagana