Eru litlu jólin ekki á þinni dagskrá?
Íhugaðu þessa spurningu í fyrisögninni. Ef svarið er nei, þá skaltu skipta um skoðun hið snarasta og skrá þig í síðasta lagi 12. desember og greiða staðfestingargjaldið kr. 1000. Litlu jólin verða svo haldin daginn eftir þann 13. desember. Húsið verður opnað kl. 11.00 og litlu jóladagskrá haldið úti til kl. 15.00. Eins og ávalt eru félagar hvattir til þess að mæta með ódýran pakka að setja í púkkjólapokann. Svo verður dregið úr jólaenglagetraun Litla Hvers. Hangiket með tilheyrandi verður á boðstólum. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði ætlar að mæta á staðinn að flytja okkur sitthvað mannbætandi að hafa í huganum yfir jólin. Nú ef einhver jólakort hafa borist verða þau lesin. Tóta og Helena verða á vaktinni með vöskum félögum að gera litlu jólin að einni sannri hamingjustund.