Færeyingarnir koma
Þann 23. maí næstkomansi koma til okkar félagar frá Fountain huset í Tórshafn í heimsókn. Eins og okkur er von og vísa tökum við vel á móti þeim og hlökkum mikið til að fá þau, enda ætla þeir að taka þátt í vinnumiðuðum degi í þeirri viku sem þau stoppa hér á landi. Færeyingarnir verða einnig á faraldsfæti og er ferð um Gullna hringinn á dagskrá 26. maí þar sem félagar frá Geysi geta líka komið með. Vegna takmarkaðs fjölda þeirra sem geta tekið þátt í ferðinni, þurfa þeir sem áhuga hafa að láta skrá sig í Klúbbnum Geysi. Nú sýnum við frændum okkar í norðri hversu velkomin þau eru og tökum þátt í gleðinni með þeim.