Félagsleg dagskrá 12. nóvember klukkan 16.00
Kæru félagar, þrátt fyrir hertar aðgerðir á tímum COVID-19 munum við halda úti félagslegri dagskrá að einhverju marki, en reynum þó að halda okkur innanhúss.
Við ætlum að hittast í Klúbbnum Geysi og njóta þess að horfa á bíómynd saman í matsalnum. Þetta var ákveðið með nokkuð stuttum fyrirvara og þess vegna ætlum við að kjósa um mynd á staðnum. Fannar Þór er sérlegur bíómyndasafnari og kemur með fjölbreytt efni sem við veljum svo úr.
Hægt er að versla popp, gos og sælgæti á staðnum eins og venjulega!
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á blaði sem hangir á upplýsingatöflu eða í síma 5515166