Félagsleg dagskrá 23. júní -Ganga í Öskjuhlíð
Hreyfum okkur aðeins meira í góðum félagsskap
Á fimmtudaginn ætlum við að skella okkur í göngu í Öskjuhlíð og jafnvel taka út byggingu og framkvæmdir á hofi Ásatrúarfélagsins og fáum hugsanlega leiðsögn um bygginguna, fáum okkur svo kaffibolla á einhverju vertshúsanna í nágrenninu.
Áætlað er að sameinast í bíla og leggja af stað frá Geysi klukkan 15.00.
-Skráningarblað hangir á töflu í klúbbnum, einnig er hægt að slá á þráðinn og skrá sig símleiðis.