Félagsleg dagskrá á fimmtudaginn, 18 febrúar
Við höldum af stað aftur með fasta félagslega dagskrá á hverjum fimmtudegi. Að þessu sinni ætlum við að fara saman í Listasafn Íslands á fimmtudaginn klukkan 15.00 frá klúbbnum en safnið lokar klukkan 17.00
Það eru margar spennandi sýningar í safninu um þessar mundir: Berangur, – sýning á verkum Georgs Guðna. Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands. Á sýningunni Fjársjóður þjóðar– fyrir opnum tjöldum, má sjá starfsmenn safnsins sinna verkum í safneign sem annars væri gert fyrir luktum dyrum.
Hér má sjá upplýsingar um sýningarnar:
https://www.listasafn.is/syningar/berangur
https://www.listasafn.is/syningar/hallo-geimur
https://www.listasafn.is/syningar/fjarsjodur-thjodar,
Skráningarblað hangið uppi á töflu, sjáumst.