Félagsleg dagskrá fimmtudag og laugardag
Í dag fimmtudag verður farið á klambratún. Ekki viðrar vel til útileikja og ætlum við því að skella okkur inn á Kjarvalstaði og kíkja á nokkur listaverk og fá okkur svo góðan kaffi á kaffihúsinu á eftir. Lagt verður af stað frá Klúbbhúsinu kl.16:00. Frítt er inn á Kjarvalstaði fyrir öryrkja og eldriborgara. Allir félagar hjartanlega velkomnir.
Á laugardag verður svo farið í Grillferð í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn. Hittingur er í Klúbbhúsinu
kl. 10:30 fyrir þá sem vilja. Aðrir hitta hópinn við inngang garðsinns kl.11:00
Grillaðar verða pylsur og kostar tvær með öllu 600.kr. Endilega hafið samband við Klúbbinn til að skrá ykkur í ferðina.