FÉLAGSLEG DAGSKRÁ – Ganga á Úlfarsfell 23. september
Kæru félagar
Á fimmtudaginn ætlum við að skella okkur í létta heilsubótargöngu á Úlfarsfell. Við klæðum okkur eftir veðri, reimum á okkur góða skó og trítlum upp á fellið. Áætlaður tími göngunnar er 1-2 klukkustundir, en við skulum taka okkur góðan tíma og njóta útiveru saman. Lagt verður á stað frá Geysi klukkan 15.30
Skráningarblað hangir á töflunni á annarri hæð.