Helgin er góð, næsta vika betri og Geysir er bestur
Nú líður að helgi og ekki seinna vænna að láta sig hlakka til mánudagsins og næstu viku. Litli-Hver er kominn út og stútfullur fyrir helgina af nýju efni að teyga. Vonandi að allir hafi fengið hann með góðum skilum. Maí er fullur af góðum fyrirheitum og margt við að vera sem félagar eru hvattir til að taka þátt í. Undirbúningur Geysisdagsins er nú hafinn á fullu og áfram innleiðum við framkvæmdaáætlun frá Mosaic Clubhouse. Svo koma Færeyingarnir í lok maí og við byrjum á að undirbúa okkur fyrir vottunarheimsókn. Sum sé fjör og mannaval í Geysi að sinna fjölþættum verkum.