FÉLAGSLEG DAGSKRÁ // Ljósmyndaganga
Á fimmtudaginn, þann 12. maí, munum við leggja af stað í ljósmyndagöngu. Þetta verður skemmtiganga um bæinn og eru félagar hvattir til að taka upp símana eða taka með sér myndavél og festa umhverfið á “filmu”. Valdar myndir verða svo til sýnis á skjánum á annarri hæð.
Við leggjum af stað frá Geysi klukkan 16.00, hvernig sem viðrar. Sjáumst hress og þjálfum okkur í að sjá meira!
Ljósmynd eftir Helga Halldórsson, félaga í Geysi