FÉLAGSLEG DAGSKRÁ // Opið hús á laugardaginn 14. maí
Við minnum á OPNA HÚSIÐ á morgun, laugardag, frá klukkan 11.00 – 14.00. Væri ekki upplagt fara á kjörstað og koma svo í bröns í Geysi? -Bacon, egg, pönnukökur og ávextir… NAMM. Þetta er heljarinnar dagur hjá mörgum, bæði sveitarstjórnarkosningar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva svo nægt er sjónvarpsefni þetta kvöldið! Hvað sem því líður minnum við alla á að nýta kosningarétt sinn.
Skráningarblað hangir á töflu á annarri hæð hússins, hringdu endilega í okkur í dag og boðaðu komu þína, eða kíktu við og skráðu þig.
Sjáumst með sól í hjarta