Ferð í Húsdýragarðinn
Fimmtudaginn 17. september er áætlað að halda í notalegan göngutúr í Húsdýragarðinn með Siggu Nönnu. Veðurspáin er nokkuð góð og við erum öll vatnsheld fyrir léttum skúrum og getum yljað okkur á kaffihúsi að göngunni lokinni. Hittumst í Klúbbnum Geysi klukkan 15.00 á fimmtudaginn. Ef veðrið verður hins vegar leiðilegt skulum við bara halda okkur inni í Klúbbnum Geysi – drekka kakó, taka á móti haustinu og eiga notalega stund saman. Verið hjartanlega velkomin.