Ferðafundur og skráning í haustferð
Á síðasta ferðafundi var ákveðið að haustferð klúbbsins Geysis verður til Tenerife á Kanaríeyjum. Á næsta ferðafundi sem verður fimmtudaginn 22. mars kl 14:30 verður endanlega gengið frá skráningu þeirra sem ætla að fara til Tenerife, þeir sem ætla að vera einir í herbergi þurfa að gera grein fyrir því á fundinum.